07/08. tbl. 95.árg. 2009

Umræða og fréttir

Hvatningarverðlaun prófessors Jónasar Magnússonar

Á síðasta Vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands voru í þriðja sinn veitt verðlaun fyrir besta erindi unglæknis eða læknanema á þinginu. Þetta eru peningaverðlaun og kennd við upphafsmann þeirra og fyrrverandi prófessor í skurðlækningum, Jónas Magnússon. Sigur úr býtum bar Sólveig H. Helgadóttir, læknanemi á 5. ári, fyrir verkefnið „Bráður nýrnaskaði eftir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi“. Í 2.-4. sæti urðu Valentínus Þ. Valdimarsson, læknanemi á 6. ári, fyrir verkefnið „Góður árangur kælimeðferðar eftir hjartastopp“, Njáll Vikar Smárason, læknanemi á 4. ári, fyrir verkefnið „Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á Íslandi“ og Ingi Hrafn Ólafsson, aðstoðarlæknir, fyrir verkefnið „Litningabreytingar og tengsl við klínískar breytur í brjóstakrabbameinum“.

Stefnt er að því að verðlaunin verði veitt árlega á vísindaþingi félaganna.

Kári Hreinsson og Tómas Guðbjartsson formenn félaganna, Sólveig Helgadóttir, Njáll, Valentínus og Ingi Hrafn. Mynd Guðjón Birgisson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica