02. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Frá stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna

Á fundi stjórnar FOSL sem haldinn var þann 7. janúar 2009 var sú ákvörðun tekin að hækka ekki greiðslur úr sjóðnum miðað við síðustu áramót. Styrkfjárhæðir verða því þær sömu fyrir árið 2009 eins og þær voru fyrir árið 2008.

Skv. 2. mgr. 8. gr. reglna sjóðsins á að endurskoða fjárhæðir 1. mgr. 2. tl. 8. gr. (eingreiðslustyrkurinn), 3. og 5. tl. 2. gr. (fæðingarstyrkur og útfararstyrkur) miðað við 1. janúar ár hvert og þá miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs. Til þessa hefur stjórnin ákveðið að breyta fjárhæðum að fullu í samræmi við breytingar á vísitölunni. Ástæða þess að stjórnin hefur nú ákveðið að gera engar breytingar á þessum fjárhæðum er sú að eignir sjóðsins hafa rýrnað umtalsvert á síðasta ári vegna fjármálakreppunnar. Ennþá er ekki orðið ljóst hver rýrnunin verður en vitað er að hún verður umtalsverð.

Útgreiðslur úr sjóðnum árið 2007 voru meiri en inngreiðslur. Vegna vaxtatekna það ár var rekstrarstaðan þó jákvæð sem nam tæpum 5 milljónum. Ekki liggur enn fyrir hver rekstrarniðurstaða ársins 2008 var en þó er vitað að útgreiðslur voru meiri en á árinu 2007 þannig rekstarniðurstaðan verður neikvæð.

Rétt er að taka fram að ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á greiðslur í foreldraorlofi eða vegna greiðslna í ólaunaðri fjarveru frá vinnu þar sem þær greiðslur taka mið af hlutfallsgreiðslum af launum.

F.h. stjórnar Fosl

Gunnar Ármannsson frkvstj. LÍ

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica