02. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Eiríkur Jónsson hlýtur kennsluverðlaun á Landspítala. Tómas Guðbjartsson

Þann 19. desember síðastliðinn voru í fyrsta skipti afhent kennsluverðlaun á skurðlækningasviði Landspítala. Verðlaunin voru veitt þeim sérfræðingi sem þykir hafa skarað fram úr við kennslu deildarlækna á síðasta ári. Á haustmánuðum var gerð ítarleg könnun meðal deildarlækna á skurðlækningasviði um ýmis atriði sem snúa að kennslu og fræðslu. Meðal annars var spurt hver væri besti kennarinn og hvaða deild hefði verið lærdómsríkust. Hlutskarpastur varð Eiríkur Jónsson yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild Landspítala og deildin var kosin sú besta. Á myndinni sést Eiríkur með verðlaunin en hann hefur um árabil verið óþreytandi við kennslu unglækna og læknanema. Stefnt er að því að þessi verðlaun verði árlegur viðburður.

 

 

 

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica