01. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Fyrirlestur um útgáfusögu Gray´s Anatomy

Hannes Petersen yfirlæknir og ritstjóri kafla um myndun eyrans í afmælisútgáfu Gray´s Anatomy hélt fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur í byrjun aðventunnar um útgáfusögu ritsins á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.

Sagan spannar 150 ár en fyrsta útgáfan leit dagsins ljós í Englandi 1858. Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um höfundana tvo, Henry Gray og Henry Vandyke Carter, en í dagbókum Carters er að finna það litla sem til er um Henry Gray. Hannes kom víða við í fyrirlestrinum og rakti sögu læknisfræðilegra teikninga frá örófi alda en segja má að með fyrstu útgáfu Grey´s Anatomy hafi orðið þáttaskil í líffærateikningum. Var gerður góður rómur að fyrirlestrinum og gestir skiptust á reynslusögum af því hvernig gekk á námsárum að innbyrða innihald þessa merka rits. Er ekki að efa að gestir fundarins eru talsvert fróðari um Gray´s Anatomy en þau sem stilltu sér upp að baki Hannesar í lok fyrirlestursins.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica