11. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Heiðursfélagar Læknafélags Íslands

u00-fig1

Á aðalfundi Læknafélags Íslands voru Jón Snædal og Stefán B. Matthíasson kjörnir heiðursfélagar samkvæmt tillögu stjórnar. Jón Snædal hefur starfað ötullega að gerð siðareglna lækna bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Hann er formaður siðfræðiráðs LÍ. Jón hefur undanfarið ár gegnt embætti forseta WMA, alþjóðasamtaka lækna. Stefán hefur um árabil unnið að símenntunarmálum lækna, var formaður námskeiðs- og fræðslunefndar LÍ og LR frá 1987 og formaður Fræðslustofnunar lækna frá 1998-2001. Hér eru heiðursfélagarnir tveir ásamt Birnu Jónsdóttur formanni LÍ.Þetta vefsvæði byggir á Eplica