09. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Samningarnir felldir

Það var spenna í loftinu þegar talning atkvæða um kjarasamning Læknafélags Íslands við ríkið hófst í Hlíðasmáranum 30. júlí. Atkvæði voru að berast fram á síðustu stundu en alls voru 905 manns á kjörskrá. Atkvæði bárust frá 466 félagsmönnum. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 82. Já sögðu 166 eða 43% af gildum atkvæðum. Nei sögðu 218 eða 57% af gildum atkvæðum. Samningurinn telst því hafa verið felldur.

Umsjón með talningu höfðu Birna Jónsdóttir formaður LÍ, Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri, Elínborg Guðmundsdóttir úr stjórn Læknafélags Reykjavíkur og Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir úr stjórn Félags ungra lækna.

Framundan er ný samningalota að sögn Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra LÍ og formanns samninganefndar, og hefur fyrsti fundur verið boðaður með samninganefndum í byrjun september.Þetta vefsvæði byggir á Eplica