01. tbl. 94. árg. 2008
Umræða og fréttir
Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins

Nokkrar breytingar hafa nýlega orðið á ritstjórn Læknablaðsins. Karl Andersen sérfræðingur í hjartalækningum hætti í stjórn eftir átta ára samfellda setu. Kann Læknablaðið honum innilegar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins.
Tveir nýir ritstjórnarmenn bættust síðan í hópinn í kjölfarið. Gunnar Guðmundsson sérfræðingur í lungnasjúkdómum og Margrét Árnadóttir sérfræðingur í nýrnasjúkdómum. Læknablaðið býður þau velkomin til starfa og væntir góðs af samstarfinu.