11. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Jón Snædal forseti Alþjóðafélags lækna

Dagana 3.-6. október sl. hélt Alþjóðafélag lækna 58. aðalfund sinn á Marriott-hótelinu í Kaupmannahöfn. Helstu tíðindi þaðan eru þau að Jón Snædal tók formlega við embætti sem forseti samtakanna til eins árs, en á fundi félagsins í Suður-Afríku síðastliðið haust var þetta afráðið með kosningu fundarins og í hönd fór þarmeð eins árs skeið sem fól í sér einskonar undirbúning þessa. Í sjónmáli eru því ævinlega fráfarandi, núverandi og verðandi forseti og hefur hver sín verkefni fyrir félagið. Næsti aðalfundur verður haldinn í október 2008 í Seúl í Kóreu, og þar mun Ísraelinn Yoram Blachar sem er formaður ísraelsku læknasamtakannan taka við af Jóni sem forseti.

Jón SnædalHlutverk forseta er að koma fram fyrir hönd samtakanna við ýmis tækifæri, sitja fundi og halda erindi í nafni samtakanna. Hvert embætti er þó ævinlega litað af þeim skoðunum og þeirri menntun sem viðkomandi embættismaður hefur, þannig benti Jón sem er öldrunarlæknir í ræðu sinni sem nýr forseti á þá staðreynd að Alheimersjúkdómurinn fer nú sem eldur í sinu um Afríku og Asíulönd sem mörg hver höfðu ekki meldað hann sem heilsufarsvandamál, en hér má lesa ávarp hans: www.wma.net/e Siðfræði er og verður meginviðfangsefni Jóns einsog fram kemur hér:

In his inaugural Presidential address at the WMA's annual General Assembly in Copenhagen, Dr Snaedal, a geriatrician from Iceland, said that when the WMA last year changed one word in its International Code of Medical Ethics from "a physician shall always bear in mind the obligation to preserve human life" to "a physician shall always bear in mind the obligation to respect human life, it reflected a fundamental change in physicians way of thinking of their duties."

"Our abilities to treat our fellow human beings have vastly increased as we are now able to preserve life for a long time even if this life is without any obvious quality. There is a saying that life is a disease with 100 per cent mortality, a saying that medicalizes life itself. We have to acknowledge the fact that death is inevitable and that in its last phases it is of more value to the person to treat the symptoms rather than the disease. In this phase our obligation is thus to respect the patient rather than to preserve his life."

Jón Snædal sver eið að hollustu sinni í forsetastóli Alþjóðafélags lækna. Formaður stjórnar félagsins, Bandaríkjamaðurinn Edward Hill, þylur eiðinn. Til hægri er Nachiappan Arumugam læknir frá Malasíu en Jón tekur við forsetaembættinu af honum.

Tákn Alþjóðafélags lækna: Societas mundi medica AD MCMXLVII.

Íslendingar á fundi WMA í Kaupmannahöfn, f.v.: Elín Ásta Hallgrímsson, Margrét Gunnarsdóttir, Birna Jónsdóttir, Gunnar Ármannsson, Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Björgvin Rúnarsson - ásamt Kgosi Letlape frá Suður-Afríku.

Jón Snædal með fjölskyldu sinni, dætrunum Bertu Andreu til vinstri, Guðrúnu Katrínu með barnabarnið Snorra Nils í fanginu og eiginkonunni Guðrúnu Karlsdóttur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica