11. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Félagsmenn LÍ athugið!

Félagatal lækna á vefsíðu LÍ www.lis.is geymir upplýsingar um netföng, símanúmer, heimilisföng og vinnustaði allra íslenskra lækna. Þessar upplýsingar eru notaðar reglulega til útsendinga á mikilvægum tilkynningum og fleiru sem varðar alla lækna. Árleg punktaúthlutun orlofsvefsins byggir á þeirri reglu að aðeins læknar búsettir á Íslandi fái punkta og fer því eftir upplýsingum í félagatali. Auk þess er reglulega látið vita af lausum orlofskostum í gegnum póstlista vefsins en sá byggir einnig á upplýsingum í félagatali.

Í núverandi félagatali vantar netföng um 520 félagsmanna og skv. endursendum tölvupóstum virðast fjölmargir hafa röng netföng skráð. Viðkomandi eiga því á hættu að missa af mikilvægum tilkynningum hvort sem er frá skrifstofu LÍ, sérgreinafélögum eða jafnvel kollegum sjálfum.

Hér með er vakin athygli á mikilvægi þess að læknar uppfæri reglulega upplýsingar sínar á vefsíðunni. Félagsmenn geta gert það sjálfir á vefnum undir "Persónustillingar". Þetta er bæði auðvelt og fljótlegt í framkvæmd. Auk þess að breyta áðurnefndum upplýsingum geta félagsmenn sjálfir vistað af sér mynd og skrifað "curriculum vitae."

Ritnefnd heimasíðu Læknafélags Íslands



Þetta vefsvæði byggir á Eplica