11. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Hvað er CIME?

Undirritaðir læknar hafa óskað eftir birtingu þessarar tilkynningar

CIME (Certified Independent Medical Examiner) er viðurkenning sem læknar með sérfræðiviðurkenningu í læknisfræði hljóta eftir að hafa lokið prófi bandarísku læknasamtakanna (AMA) í örorkumati.

Sérfræðingar, sem teljast hafa nægilega reynslu í sinni sérgrein, að mati ABIME (nefnd á vegum bandarísku læknasamtakanna, American Board of Independent Medical Examiners) ljúka námskeiði og svo prófi í reglum AMA í læknisfræðilegu örorkumati (impairment evaluation) til að öðlast þessi réttindi.

Námskeiðið fjallar um reglur og framkvæmd læknisfræðilegs örorkumats og er m.a. fjallað ítarlega um orsakatengsl, sennilega afleiðingu, notkun miskatafla og annað sem varða framkvæmd slíks örorkumats. Það sem á ensku er kallað impairment er mjög sambærilegt við það sem hér á landi er kallað læknisfræðileg örorka og í skaðabótalögum er kallað miski. Í Bandaríkjunum eru eingöngu þeir læknar, sem lokið hafa þessu námi, viðurkenndir af aðilum máls og dómstólum, til að framkvæma læknisfræðilegt mat á örorku vegna sjúkdóma og slysa. Réttindi þessi gilda í 5 ár eftir prófið, en síðan þarf að endurtaka prófið eða taka námskeið og fara eftir reglum um endurmenntun á þessum tíma, til að viðhalda réttindunum.

Eftirtaldir íslenskir læknar hafa lokið CIME prófi.

Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir

Guðni Arinbjarnar bæklunarskurðlæknir

Magnús Páll Albertsson bæklunar- og handarskurðlæknir

Ragnar Jónson bæklunarskurðlæknir

Sigurður Thorlacius heila- og taugalæknir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica