10. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

FÍFL á Kilimanjaro

Þann 11. september sl. náðu fjórir af meðlimum Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL) toppi hæsta fjalls Afríku, Kilimanjaro (5895 m). Eftir næturlanga göngu í niðamyrkri urðu leiðangursmenn vitni að ógleymanlegri sólarupprás á gígbarmi þessa mikla eldfjalls. Á hæsta tindinum, Uhuru Peak, var einstakt veður en háfjallaveiki gerði göngumönnum lífið leitt. Engu að síður var þetta ógleymanleg upplifun og erfiðisins virði.

FÍFL er með Ýmislegt á prjónunum í vetur. Ber þar hæst málþing um háfjallaveiki á Læknadögum og næsta vor er ráðgerð ferð á Hvannadalshnjúk sem auglýst verður nánar síðar.

FÍFL á toppnum, frá vinstri Engilbert Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson, Magnús Gottfreðsson og Magnús Karl Magnússon. Mynd: Dagný Heiðdal.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica