10. tbl 93. árg. 2007
Umræða og fréttir
Frá FKLÍ, Félagi kvenna í læknastétt
FKLÍ boðar til næsta félagsfundar miðvikudaginn 10. okt. nk. kl. 20, í Lækjarbrekku-Litlu Brekku við Bankastræti. Aðalefni fundarins verður frásögn og myndasýning Ólafar Sigurðardóttur og Helgu Hannesdóttur, lækna, sem fóru í ágúst á heimsþing MWIA, Medical Womens International Association, sem FKLÍ er meðlimur í, og þar sem Ólöf var kjörin 1 af 8 svæðaforsetum MWIA, þ.e. forseti svæðisfélags Norður-Evrópu, NER, til 3 ára. Rætt verður um starfsemi MWIA og NER. Góður tími verður gefinn til spjalla saman. Ég vil endilega benda ungum konum á að koma á fundinn, sem er góður til að mynda tengsl við hinar eldri, sem geta verið hjálplegar í ýmsum málum.
Á fundinum verður rætt um stjórnarkjör, sem fram fer á aðalfundi félagsins, sem verður væntanlega haldinn miðvikudaginn 14. nóv. nk., og verður auglýstur frekar síðar. Undirrituð og nokkrar aðrar stjórnarkonur óska eftir að hætta í stjórninni. Gott væri að fá tillögur um konur í stjórn og ræða þær.
Aðalfundur félagsins verður væntanlega haldinn 14. nóv. nk. með hátíðakvöldverði eins og venjulega. Þar verða veitt bókarverðlaun til Eddu Vésteinsdóttur, cand. med., sem var hæst á læknaprófi 2007 og nýútskifaðir læknar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Við fáum góðan gesti að venju, sem munu skemmta okkur.
Jólafundur félagsins verður síðan haldinn að venju í byrjun jan. og verður auglýstur síðar.
Innheimta árgjalda er hafin. Við erum í meiri fjárþörf nú en áður vegna þátttöku okkar í alþjóðastarfinu og alþjóðlegra starfa Ólafar. Við viljum því beina þeim tilmælum til félagskvenna og allra annarra kvenna, sem vilja ganga í félagið eða styrkja okkur, að greiða okkur árgjald kr. 4000 sem fyrst. Best er að konur greiði beint til okkar inn á reikninginn okkar nr. 0137-26-3660, kt. FKLÍ er 700300-3660, eða sendi greiðslu til Önnu Geirsdóttur, gjaldkera, sem starfar á Hgst. Grafarvogi. Gleymið ekki að láta koma fram frá hvaða konu greiðslan kemur, því við höfum stundum fengið greiðslur, sem við höfum ekki getað rakið, og þá fer viðkomandi ekki á félagaskrá okkar.
Hlakka til að sjá ykkur sem flestar á fundunum í vetur.
Margrét Georgsdóttir, formaður