07/08. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Orlofsíbúð í Stokkhólmi

Orlofssjóður lækna hefur tekið á leigu íbúð við Hornsgatan 61 í Stokkhólmi. Íbúðin skiptist í tvær stofur (þar af ein með svefnsófa), eitt svefnherbergi, baðherbergi, gestabaðherbergi og eldhús. Sængur og koddar ásamt sængurverum eru fyrir fjóra (svefnsófi og dýna í stofu meðtalin).Öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, handklæði og rúmföt fylgja íbúðinni.í íbúðinni er sjónvarp með mörgum stöðvum.Þráðlaust internet er í íbúðinni.

Íbúðin er leigð frá 7. júlí til 1. september 2007 í viku í senn frá kl. 17 á laugardegi til kl. 15 næsta laugardag á eftir. Vikan kostar 35 þúsund og 36 orlofspunkta. Lyklar eru afhentir á skrifstofu læknafélaganna Hlíðasmára 8 Kópavogi.

Leigutaki skuldbindur sig til að fara vel og þrifalega með hið leigða húsnæði. Ekki er heimilt að reykja í íbúðinni og virða skal almennar húsreglur eins og að læsa ávallt útidyrum og ekki vera með hávaða seint á kvöldin o.s.frv.

Íbúðin er vel staðsett á Södermalm í Stokkhólmi, hún er umkringd kaffihúsum, veitingahúsum og verslunum.Hún er í göngufæri við neðanjarðarlest (Mariatorget), baðströnd (langholmen) og Gamla Stan.Hún er nálægt Södersjukhuset (10 mín. ganga), 7 km frá Karolinska og 20 km frá huddinge Universitessjukhuset.

Hægt er að panta íbúðina á orlofsvefnum einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu læknafélaganna ef þið getið nýtt ykkur þennan kost en fyrstur kemur fyrstur fær.Þetta vefsvæði byggir á Eplica