06. tbl 93. árg. 2007
Umræða og fréttir
FÍFL á fjöllum
Á sumardaginn fyrsta hélt FÍFL, sem er skammstöfun fyrir Félag íslenskra fjallalækna, í árlega sumargöngu. Að þessu sinni var ferðinni heitið á Eyjafjallajökul. Farin var svokölluð Seljavallaleið og tók gangan tæpa 9 klukkutíma. Veður var með eindæmum gott og stemmningin eftir því. Á toppnum var haldinn ársfundur FÍFL og var Gunnar Guðmundsson lungnalæknir valinn formaður og Ólafur Baldursson yfirleiðsögumaður. FÍFL er félag í stöðugri sókn og fleiri tindar og fjöll eru í sigtinu, m.a. Hvannadalshnjúkur og Hekla. Eru kollegar með fjalladellu boðnir velkomnir í félagsskapinn.
Haldið á brattann undir hrímuðum tindi Eyjafjallajökuls (1660 mys).
Toppnum náð og aðalfundur að baki. Frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson, Ólafur Baldursson og Engilbert Sigurðsson.