05. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Vorfundur ritstjórnar á Búðum

Ritstjórn Læknablaðsins ásamt starfsmönnum blaðsins hélt vorfund á Hótel Búðum þann 20. apríl. Á fundinum var farið yfir vinnuferla varðandi frágang og skil á greinum í blaðið og er þar stuðst við reglur Vancouverhópsins frá 1998 og einnig tekið mið af reglum danska læknablaðsins. Auk þess hefur Læknablaðið sett sér eigin reglur um lengd og frágang greina sem felldar hafa verið inn í þær heildarreglur sem ritstjórn hefur komið sér saman um. Rétt er að taka fram að ritstjórn á hverjum tíma hefur svigrúm til að setja sér vinnureglur og hefur sú ritstjórn sem nú starfar lagt talsverða vinnu í að gera þær sem skýrastar og aðgengilegastar.

Að öðru leyti eru ritstjórnarfundir haldnir mánaðarlega í kjölfar útkomu hvers blaðs þar sem farið er yfir nýútkomið blaðið og lagðar línur að því næsta.

Karl Andersen, Engilbert Sigurðsson og Tómas Guðbjartsson eru einbeittir á svip yfir vinnureglum Læknablaðsins.

Ritstjórnarfulltrúinn Védís Skarphéðinsdóttir gerir tillögur að hámarkslengd og frágangi greina í blaðið.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica