02. tbl 93. árg. 2007

Fræðigrein

Svar við tilfelli mánaðarins (febrúar 2007)

Hér er um að ræða meðfæddan lungnahluta (pulmonary sequestration) í neðri hluta brjósthols vinstra megin. Greiningin fæst á mynd 2, en þar sést slagæðagrein sem liggur til neðanverðs vinstra lunga. Upptök æðarinnar eru frá ósæð í kviðarholi (í stað lungnaslagæðar), rétt ofan við vinstri nýrnaslagæð.

Meðfæddur lungnahluti er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem hluti lungna er án tengsla við lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn tekur því ekki þátt í loftskiptum. Oftar en ekki veldur lungnahlutinn einkennum, oftast lungnasýkingum, en sjúklingarnir geta verið einkennalausir og greinast stundum fyrir tilviljun.

Oft vaknar grunur á tölvusneiðmynd en greininguna er hægt að staðfesta með
annaðhvort segulómun eða slagæðamyndatöku. Skurðaðgerð, þar sem lungnahlutinn er fjarlægður í heild sinni, er yfirleitt sú meðferð sem mælt er með. Slíkt var gert í þessu tilfelli með góðum árangri.

Ítarefni

1. Gudbjartsson T, Gyllstedt E, Jonsson P. Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) - sjúkratilfelli. Læknablaðið 2003; 89: 949-52.

2. Pikwer A, Gyllstedt E, Lillo-Gil R, Jonsson P, Gudbjartsson T. Pulmonary sequestration--a review of 8 cases treated with lobectomy. Scand J Surg 2006; 95: 190-4.

 

Andreas Pikwer, stud. med.

læknadeild háskólans í Lundi

Tómas Guðbjartsson, læknir

hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala

tomasgud@landspitali.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica