01. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Íslendingar og útlendingar sem fengið hafa almennt

lækningaleyfi á Íslandi 2001- 1. nóv 2006

*Þó nokkuð er um að erlendir ríkisborgarar, sérstaklega Norðmenn, fái lækningaleyfi á Íslandi án þess að eiga hér búsetu. Sem dæmi má nefna voru þrír af 32 erlendum ríkisborgurum sem hafa fengið almennt lækninga leyfi á árinu 2006 með lögheimili á Íslandi?Hjá heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að staðfesting á almennum læknaleyfum til erlendra ríkisborgara hefðu verið samtals 108 tímabilið 2001-2005. Af þeim eru ríflega helmingur Norðmenn, eða 59 talsins.

Tölurnar um almenn lækningaleyfi og útgefin sérfræðileyfi til erlendra ríkisborgara haldast síðan nokkurn veginn í hendur þar sem hið fyrra er forsenda hins síðara. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort um einhverja gloppu í íslenska kerfinu sé að ræða úr því erlendir ríkisborgarar sem ekki hyggja á ástundun lækninga hérlendis skuli sækja viðurkenningu á menntun sinni hingað í þeim tilgangi að stunda síðan lækningar í heimalandi sínu. Á hinn bóginn má líka spyrja hvort það megi ekki einu gilda fyrir okkur hvar læknirinn ætlar að starfa; ef hann fullnægir íslenskum skilyrðum er ekkert sem mælir á móti því að viðurkenna menntun hans. Hvort aukin fyrirhöfn sérfræðinefndar lækna og starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins vegna þessarar ásóknar er nægileg ástæða til reglugerðarbreytinga eða hvort aðrar ástæður vega þyngra til breytinga er spurning sem Læknablaðið lagði fyrir nokkra viðmælendur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica