09. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

LÍ ræður hagfræðing til starfa

Vilborg H. Júlíusdóttir.

Að undanförnu hafa farið fram umræður innan lækna­samtakanna um nauðsyn þess að Læknafélag Íslands komi sér upp staðgóðum hagtölum á sviði heilbrigðis- og kjaramála. Hefur í því sambandi ver­ið rætt um að stofna hagdeild LÍ. Á formanna­fundi í vor lagði stjórn LÍ fram tillögu um að gera tilraun til þriggja ára með að ráða hagfræðing til starfa sem fyrst og var hún samþykkt með fyrirvara um samþykki aðal­fundar LÍ í haust.

Nú hefur Vilborg H. Júlíusdóttir hagfræðingur verið ráðin til starfa á skrifstofu LÍ frá og með 15. september. Vilborg er cand oecon frá Háskóla Íslands og starfaði hjá Þjóðhags­stofnun á árunum 1987 til 2002. Á árun­um 2002 til 2003 var hún for­stöðumaður hagdeildar Trygg­inga­­stofn­un­ar en hef­ur frá árinu 2003 verið hagfræðingur hjá Sam­tökum atvinnu­lífsins.

Vilborg er boðin velkomin til starfa.Þetta vefsvæði byggir á Eplica