09. tbl. 90. árg. 2004

Ráðstefnur og fundir

6.-10. september

London.

Námskeið ætlað evrópskum geðlæknum, The Fourth Maudsley Forum. Skrásetning í síðasta lagi 28. maí. Allar frekari upplýsingar á slóðinni: www.iop.kcl.ac.uk/ MaudsleyForum

16.-17. september

Hótel Örk, Hveragerði.

LOFT 2004. Ráðstefna um tóbaksvarnir á Íslandi. Þetta er þriðja LOFT ráðstefnan um tóbaksvarnir og er í umsjón Heilsustofnunar NLFÍ. Ráðstefnan er opinn vettvangur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem og áhugamenn um tóbaksvarnir. Nánari upplýsingar á vefsíðu Heilsustofnunar NLFÍ www.hnlfi.is

17.-19. september

Oxford, Englandi.

Breska Balintfélagið heldur fund. Nýtið ykkur þrjá náms­leyfisdaga í hvetjandi naflaskoðun í dásamlegu umhverfi þar sem andinn svífur yfir vötnum. Jákvæðari sýn á daglegt starf gæti verið afraksturinn. Sjá nánar: www.heimilislaeknar.is

22.-24. september

Montreal, Kanada.

ESSOP 2004 Annual meeting: early childhood prevention. Nánari upplýsingar: www.essop2004.ca

25. september

Akureyri.

Haustþing Læknafélags Akureyrar og Norðaustur­landsdeildar Félags ís­lenskra hjúkrunarfræðinga. Efni: Lungnasjúkdómar. Nánari upplýsingar hjá Ólafi H. Oddssyni, olafur@fsa.is og Hólmfríði Kristjánsdóttur, holmfridur@fsa.is

6.-9. október

Bad Hofgastein, Salzburg, Austurríki.

Sjöunda evrópska Health Forum Gastein, undir titlinum: Global Health Challenges, European Approaches and Responsibility. Sjá nánar á slóðinni: www.ehfg.orgÞetta vefsvæði byggir á Eplica