07/08. tbl. 90.árg. 2004
Heimilislæknaþingið 2004
Á Heimilislæknaþinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjaldaþing. Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætlanir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Fjallað verður um ýmis fagleg málefni tengd heimilislæknum, bæði í fyrirlestrum og í smærri vinnuhópum.
Þeir sem hafa hug á að kynna rannsóknir/rannsóknaráætlanir skulu senda ágrip til Emils L. Sigurðssonar,
emilsig@hi.i
s fyrir 1. september næstkomandi. Ágrip skal skrifa á A4-blað með sama sniði og á fyrri þingum.
Þar skal koma fram tilgangur rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir.
Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift verður til allra lækna á Íslandi.
Aðalfundur FÍH verður haldinn í tengslum við Heimilislæknaþingið 2004.
Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verður auglýst síðar.
Undirbúningsnefndin