07/08. tbl. 90.árg. 2004

Yfirlæknir

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við göngudeild geðdeildar FSA. Um er að ræða 100% starf. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í geðlækningum og hafa reynslu af göngudeildarþjónustu. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun í viðtalsmeðferð og stjórnunarreynslu.

Staðan veitist frá 1. september næstkomandi eða eftir samkomulagi.

Yfirlæknirinn tekur þátt í fjórskiptri vakt geðlækna sjúkrahússins. Gert er ráð fyrir að aðrir geðlæknar geðdeildar FSA starfi á göngudeildinni í hlutastarfi. Næsti yfirmaður yfirlæknis göngudeildarinnar er forstöðulæknir geðdeildar FSA.

Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2004.

Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta og samvinnu. Umsóknum um starfið skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsferil, rannsóknir, ritstörf og kennslustörf. Umsóknum skal skilað í tvíriti á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjölum og skulu sendar Þorvaldi Ingvarssyni, framkvæmdastjóra lækninga FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri og veitir hann einnig nánari upplýsingar um stöðuna í síma 463 0100 eða netfang thi@fsa.is Einnig veitir Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar upplýsingar í síma 463 0100.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica