Fræðigreinar

Ársþing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands 14. og 15. maí 2004

 

Velkomin á þing!


Kæru félagar, kollegar, gestir og stuðningsaðilar

Það er ánægjulegt að kynna enn eitt sameiginlegt ársþing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands 2004.

Við í stjórn félaganna vorum mjög ánægðir með þingið 2003, bæði umgjörð (nýja Nordica hótelið), fræðilega innihaldið og hina veglegu sýningu. Við teljum að þingið hafi aldrei verið jafn vel heppnað og var áhugi félagsmanna og gesta greinilega mikill. Þingið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú orðið "alvöru" þing þar sem blandast kynning á íslenskri hágæða rannsóknarvinnu, fyrirlestrum og fróðlegum erindum erlendra fyrirlesara.

Stjórnir beggja félaganna ákváðu því enn á ný að hafa dagskrána alveg sameiginlega enda margt áhugavert í henni sem snertir báðar greinarnar.

Þó vel hafi gengið 2003 er alltaf markmiðið að gera betur. Þingið í fyrra var haldið á einum og hálfum degi, fimmtudegi til föstudags, og reyndist talsvert vandamál að gefa öllu þessu mikla og áhugaverða efni nægan tíma. Við gripum til þess ráðs að keyra dagskrána hart á kostnað kaffihléanna en okkur fannst þetta ekki reynast vel. Við teljum mikilvægt að á þingi þar sem nær allir skurðlæknar og svæfingalæknar koma saman gefist góður tími til að skoða það sem iðnaðurinn hefur upp á að bjóða, ræða við sýnendur og skiptast á skoðunum við þá jafnt og kollega á þingsvæðinu. Til að kippa þessu í liðinn verður þingið í tvo heila daga, föstudag og laugardag.

Vegna skilnings og velvilja Landspítala verða eingöngu gerðar bráðaaðgerðir á föstudeginum og því mun miklu stærri hluti meðlima okkar og gesta hafa tækifæri til að koma á þingið.

Dagskráin hefst á föstudegi með flutningi frjálsra erinda og verða fyrirlestrar eftir hádegi. Aðalfundir beggja félaga verða síðan haldnir í lok dags. Á laugardegi verður áfram sameiginleg dagskrá sem hefst með frjálsum erindum og síðan verða á dagskrá margir áhugaverðir fyrirlestrar.

Fyrir hönd Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrkt hafa ársþing okkar í gegnum tíðina. Við teljum samskipti og tengsl okkar við þessi fyrirtæki, með vísindi, fræðslu og kynningu að markmiði, vera mikilvæg og nauðsynleg.

Helgi H. Sigurðsson
Formaður Skurðlæknafélags Íslands

Felix Valsson
Formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands


Föstudagur 14. maí 8:20-08:30

Setning
Helgi H. Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands

Ávarp

Sigurður Guðmundsson landlæknir

 

Flutningur frjálsra erinda 1

 

Fundarstjórar:
Helgi H. Sigurðsson, Hjörtur Gíslason


08:30-08:45

E-1 - Blinduð slembirannsókn á botnlangatöku með kviðsjá og opinni botnlangatöku hjá sjúklingum með staðfesta botnlangabólgu - Fritz H. Berndsen

08:45-09:00

E-2 - Tíðni endurtekinna nárakviðslita er sambærileg 5 árum eftir kviðsjáraðgerð (TAPP) og Shouldice aðgerð
- Fritz H. Berndsen

09:00-09:15

E-3 - Heilahimnubólga af völdum baktería á Íslandi 1990-2000
- Halla Halldórsdóttir

09:15-09:30

E-4 - Líffæragjafir á Íslandi 1992-2002
- Runólfur V. Jóhannsson

09:30-09:45

E-5 - Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna ósæðagúls í kvið 1996-2003
- Magni V. Guðmundsson

09:45-10:00

E-6 - Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna rofs á ósæðagúl í kvið 1997-2003
- Einar Björnsson

10:00-10:30

Kaffi, lyfja- og áhaldasýning



Flutningur frjálsra erinda 2

Fundarstjórar:

Felix Valsson
Sigurbergur Kárason

 

10:30-10:45

E-7 - Meðferð og afdrif sjúklinga sem gengust undir fóðringu ósæðargúla á LSH árin 1997-2003
- Benedikt Árni Jónsson

 

10:45-11:00

E-8 - Skurðaðgerðir á skjaldkirtli á FSA 1994 til 2003
- Daði Þór Vilhjálmsson

 

11:00-11:15

E-9 - Árangur af gerviliðaaðgerðum á hnjám framkvæmdum
á FSA 1983-2003
- Jónas Hvannberg

 

11:15-1145

E-10 - Fimm ára endurskoðun á cementlausum gervilið í mjöðm á Íslandi
- Ríkarður Sigfússon

 

11:45-12:00

E-11 - Nýgengi sarkmeina á Íslandi
- Kristín Jónsdóttir

 

12:00-13:00

Hádegishlé



Fyrirlestrar 1

Fundarstjórar:

María Sigurðardóttir
Sveinn Geir Einarsson

13:00-13:30 Skimun í mótvindi - Kristján Sigurðsson

13:30-14:00 Skimun á ósæðargúlum - Stefán Matthíasson

14:00-14:30 Blóðgjafir - Alma Möller

14:30-15:00 Novoseven-sjúkratilfelli - Felix Valsson



Flutningur frjálsra erinda 3

Fundarstjórar:

Þorsteinn Jóhannesson
Tryggvi Stefánsson

 

15:30-15:45

E-12 - Áverkar vegna hnefaleika
- Brynjólfur Mogensen

15:45-16:00

E-13 - Hálstognun í Reykjavík - 30 ára yfirlit
- Brynjólfur Mogensen

 

16:00-16:15

E-14 - Brothættir karlar
- Brynjólfur Mogensen

 

16:15-16:45

E-15 - Samanburður á þremur rannsóknaaðferðum (æðaþræðingu, ómskoðun og tölvusneiðmynd) við greiningu
á þrengingum í hálsslagæðum
- Sigurður Benediktsson

 

16:45-17:00

E-16 - Hyponatremia eftir aðgerðir á börnum
- Birna Guðbjartsdóttir

 

17:00-17:15

E-17 - Algengi slitgigtar og liðþófaskemmda í hnjám hjá slökkviliðsmönnum á Akureyri
- Hjörtur Fr. Hjartarson

 

17:15-17:30

E-18 - Sjúklingar með lærleggshálsbrot hafa ekki slit í mjöðmum
- Þorvaldur Ingvarsson

 

17:30-18:00

Kaffi, lyfja- og áhaldasýning

 

17:45

Aðalfundur Skurðlæknafélags Íslands
Aðalfundur Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands

 


Laugardagur 15. maí

Flutningur frjálsra erinda 4

 

Fundarstjórar:
Hjörtur Gíslason
Brynjólfur Mogensen

08:15-08:30

E-19 - Faraldsfræði Osteochondritis Dissecans á upptökusvæði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA)
- Hjálmar Þorsteinsson

 

08:30-08:45

E-20 - Neðanrásaraðgerðir: Samanburðarrannsókn á Mathieu- og Snodgrassaðgerð
- Sonja Baldursdóttir

 

08:45-09:00

E-21 - Stromaæxli í meltingarvegi (GIST) á Íslandi 1990-2003. Meinafræði, faraldsfræði og einkenni
- Geir Tryggvason

 

09:00- 09:15

E-22 - Róttæk endursköpun á ennisbeini með beinsementi vegna craniofacial fibrous dysplasiu. Sjúkratilfelli
- Margrét Jensdóttir

 

09:15-09:30

E-23 - Tengsl táþrýstings við ökklaþrýsting, klínísk einkenni og æðamyndatöku hjá sjúklingum með blóðþurrð í ganglimum
- Jón Örn Friðriksson

 

09:3 -09:45

E-24 - Clinical Experience of Combined Surgical and Endovascular Stent-graft (EVSG) Treatment for Thoracic Aorta Aneurysms (TAA)
- Arash Mokhtari

 

09:45-10:00

E-25 - Rf-Maze aðgerð, nýjung í meðferð gáttaflökts - Bjarni Torfason

 

10:00-10:45

Kaffi, lyfja- og áhaldasýning


Flutningur frjálsra erinda 5

Fundarstjórar:
Hildur Tómasdóttir
Alma D. Möller

10:45-11:00

E-26 - Surgical treatment in the evolving phase of acute myocardial infarction
- Sonia M. Collins

11:00-11:15

E-27 - Fá sjúklingar sem mjaðmabrotna beinvernd við hæfi?
- Unnur Þóra Högnadóttir

11:15-11:30

E-28 - Offituaðgerðir með kviðsjártækni. Aðferðir og árangur fyrstu 114 aðgerða á Landspítala
- Björn Geir Leifsson

11:30-11:45

E-29 - Brottnám á nýra og nýrnaæxlissega úr hjarta - djúp líkamskæling, blóðrásarstöðvun og öfug blóðrás um heila. Sjúkratilfelli
- Hulda M. Einarsdóttir

12:00-13:00

Hádegishlé


Fyrirlestrar 2

Fundarstjórar:
Sveinn Geir Einarsson
Alma D. Möller

13:00-13:30

Nýtt meðferðarferli við ristilúrnám
- Tryggvi Stefánsson, Gunnar Skúli Ármannsson

13:30-14:00

Aðgerðir á höfuð- og andlitsbeinum
- Elísabet Guðmundsdóttir

14:00-14:30

Are there any scientific documentation for negative effect of NSAID's on fracture healing and prosthetic loosening?
- Per Kjærsgaard-Andersen

14:30-15:00

Nýjungar í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins
- Þorvaldur Jónsson

15:00-15:30

Uppbygging brjósta eftir krabbamein
- Þórdís Kjartansdóttir

15:30-16:00

Kaffi, lyfja- og áhaldasýning

Flutningur frjálsra erinda 6

Fundarstjórar:
Felix Valsson
Stefán Hjálmarsson

16:00-16:15

E-30 - Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi 1971-2000, með sérstöku tilliti til vefjagreiningar og tilviljanagreiningar
- Tómas Guðbjartsson

16:15-16:45

E-31 - Hvort segir betur til um lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein; Robson- eða TNM-stigunarkerfið?
- Tómas Guðbjartsson

16:45-17:00

E-32 - Kímfrumuæxli í eistum á Íslandi 1955-2002. Meinafræðileg rannsókn
- Bjarni A. Agnarsson

17:00-17:15

E-33 - Meðfætt þindarslit í Lundi og Reykjavík. Samanburðarrannsókn á greiningu og árangri skurðaðgerða
- Zora Topan

17:15-17:30

E-34 - Fylgikvillar lungnabrottnáms hjá sjúklingum með lungnakrabbamein
- Tómas Guðbjartsson

17:30-17:45

E-35 - Skurðaðgerðir við loftbrjósti og áhætta á endurteknu loftbrjósti
- Ingimar Ingólfsson

Veggspjöld V-1 - P2Y12

ADP-viðtakinn er til staðar í sléttum vöðvafrumum æða og miðlar samdrætti.
- Anna-Karin Wihlborg

V-2 - NUSS-aðgerð 

Nýjung í meðferð trektarbrjósts
- Tómas Guðbjartsson

19:30

Kvöldverður og knall á Kaffi Reykjavík þar sem sem Eiríkur Jónsson, Sigurður Blöndal og Sigurbergur Kárason fara fyrir veislu- og skemmtanastjórn.

Hvetjum við sem flesta til að mæta.



Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica