Umræða og fréttir
  • 2004-04-u14-fig1
  • 2004-04-u14-fig2

Lyfjamál 124. Notkun svefnlyfja og róandi lyfja síðustu 26 árin

Haldgóðar tölur eru til um notkun þessara lyfja allt frá 1978. Við athugun kemur í ljós athyglisverð sveifla í heildarnotkun. Sex mismunandi lyf skiptast á um mestar vinsældir eins og greinilega sést á mynd 1. Þau eru fyrst á tímabilinu nítrazepam, síðan flúrazepam, þá tríazólam, flúnítrazepam, zolpidem og loks hið vinsælasta núna, zópíklón. Heildarsveiflan er samt óútskýrð. Hvað veldur að svefnlyf og róandi lyf eru í lágmarki 1980 en tvöfaldast síðan á skömmum tíma, hrapa aftur niður og eru nú komin upp fyrir hámark 1986, enn á uppleið?

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica