Umræða og fréttir
Réttur til læknismeðferðar utan heimalands vegna óhæfilegrar biðar eftir aðgerð
Þann 1. október síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Bretlandi um ofangreint sem talinn er hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga á biðlistum í Bretlandi og Evrópusambandinu. Dómstóllinn dæmdi að sjúklingar á breskum biðlistum sem þyrftu að bíða óhæfilega lengi ættu að eiga kost á læknismeðferð innan Evrópusambandsins á kostnað heimalandsins. Fjallað var sérstaklega um hvað væri "óhæfileg bið". Talið var að við mat á hvað væri "óhæfileg bið" ætti að fara eftir læknisfræðilegu mati. Í því sambandi þyrfti að meta hvern sjúkling sérstaklega og taka tillit til allra hans aðstæðna, svo sem hversu mikill sársauki fylgi ástandi viðkomandi og eðli og umfangs sjúkleika að öðru leyti. Heimaland verði að samþykkja meðferð erlendis þegar ekki er hægt að veita meðferðina heima.
Í málinu reyndi á rétt 72 ára gamallar konu, Yvonne Watts, til að fara í mjaðmaaðgerð í Frakklandi þar sem biðlistinn var mun styttri en í Bretlandi. Bresk yfirvöld höfnuðu beiðninni þar sem biðtíminn sem var 15 mánuðir var í samræmi við það markmið sem bresk stjórnvöld höfðu sett vegna biðlista eftir mjaðmaaðgerðum. Lögmaður Watts hélt því fram í málinu að við mat á hvað teldist "óhæfileg bið" væri rangt að miða við tiltekin markmið stjórnvalda um biðtíma. Í málinu var vísað til tveggja nýlegra dóma Evrópudómstólsins, C-157/99 og C-358/99 (frá október 2002), þar sem staðfestur var réttur sjúklinga til að leita sér læknisþjónustu utan heimalands þegar um væri að ræða "óhæfilega bið". Í þessum málum var kveðið á um að við mat á hvað teldist "óhæfileg bið" eftir læknisaðgerð ætti að fara eingöngu eftir læknisfræðilegu mati á hvað teldist forsvaranlegt.
Í máli Yvonne Watts lá fyrir að hún hafði stöðuga verki og var bundin hjólastól. Því var ekki talið læknisfræðilega forsvaranlegt að hún þyrfti að bíða í 15 mánuði eftir mjaðmaaðgerð þótt sá tími væri í samræmi við markmið stjórnvalda.
Í málinu reyndi á rétt 72 ára gamallar konu, Yvonne Watts, til að fara í mjaðmaaðgerð í Frakklandi þar sem biðlistinn var mun styttri en í Bretlandi. Bresk yfirvöld höfnuðu beiðninni þar sem biðtíminn sem var 15 mánuðir var í samræmi við það markmið sem bresk stjórnvöld höfðu sett vegna biðlista eftir mjaðmaaðgerðum. Lögmaður Watts hélt því fram í málinu að við mat á hvað teldist "óhæfileg bið" væri rangt að miða við tiltekin markmið stjórnvalda um biðtíma. Í málinu var vísað til tveggja nýlegra dóma Evrópudómstólsins, C-157/99 og C-358/99 (frá október 2002), þar sem staðfestur var réttur sjúklinga til að leita sér læknisþjónustu utan heimalands þegar um væri að ræða "óhæfilega bið". Í þessum málum var kveðið á um að við mat á hvað teldist "óhæfileg bið" eftir læknisaðgerð ætti að fara eingöngu eftir læknisfræðilegu mati á hvað teldist forsvaranlegt.
Í máli Yvonne Watts lá fyrir að hún hafði stöðuga verki og var bundin hjólastól. Því var ekki talið læknisfræðilega forsvaranlegt að hún þyrfti að bíða í 15 mánuði eftir mjaðmaaðgerð þótt sá tími væri í samræmi við markmið stjórnvalda.