Umræða og fréttir

Fræðslufundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar

Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fræðslufund miðvikudaginn 11. febrúar 2004. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er haldinn í Hringsal á Barnaspítala Hringsins, Landspítala.

Fyrirlesari kvöldsins er Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur. Efni fundarins er: Ófrjósemisaðgerðir á Íslandi árin 1938-1975 skv. lögum 16/1938 eða eins og í þeim segir: "Að heimila, í viðeigandi tilfellum, aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk auki kyn sitt."

Unnur Birna hlaut styrk frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Þjóðminjasafni Íslands við gerð þessarar rannsóknar. Styrkurinn er kenndur við prófessor Jón Steffensen og er ætlaður til að vinna að rannsóknum á sögu læknisfræðinnar.

Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um efnið.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica