Umræða og fréttir
Listrænar afurðir lækna
Kjallarakvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum Geta læknar af sér list? sem haldið var miðvikudagskvöldið 21. janúar í tengslum við Læknadagana gerði mikla lukku viðstaddra. Það var fremur fámennt en góðmennt, en þessi menningarsamkunda á örugglega eftir að verða vinsæl í framtíðinni þegar hefð hefur skapast fyrir því að mæta. Tríó Ólafs Stolzenwalds lék frábæran djass, Andri Snær Magnason las upp úr ljóðum sínum, auk þess sem hann gaf okkur mjög kómíska sýn á það hvernig það er að koma úr fjölskyldu þar sem allt úir og grúir af læknum og hjúkrunarfræðingum. Hann gerði þetta á svo skemmtilegan hátt að hann gaf bestu grínurum landsins ekkert eftir. Síðan sungu og spiluðu Sólveig og Samúel Samúelsbörn nokkur lög. Þau skiluðu þessu af mikilli fagmennsku, fegurð, innlifun og góðri túlkun. Það verður gaman að fá að hlusta á þau aftur. Sem sagt fyrsta flokks prógramm á fyrsta Kjallarakvöldinu, ekki að spyrja að undirbúningnum hjá Jóni Steinari. Vonandi verða þau fleiri Kjallarakvöldin í framtíðinni.
Ólöf Sigurðardóttir
Ólöf Sigurðardóttir