Umræða og fréttir
  • Mynd 1

Siðfræði lífs og dauða endurútgefin

Fyrir rúmum áratug gaf Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor út bókina Siðfræði lífs og dauða. Hlaut hún góðar viðtökur og var höfundi sýndur ýmiss sómi, svo sem viðurkenning Hagþenkis og tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2003. Nú er þessi bók komin út aftur, aukin og endurbætt.

Í frétt frá Háskólaútgáfunni segir meðal annars að Vilhjálmur fjalli "um öll helstu siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. ... þagnarskyldu, réttindi sjúklinga, rannsóknir á fólki, fósturgreiningu, fóstureyðingar, líffæraflutninga, líknardráp og réttláta heilbrigðisþjónustu. ... Rauði þráðurinn í málflutningi Vilhjálms er krafan um að virða sjúklinginn sem manneskju."

Höfundur segir í formála að hann hafi endurskoðað bókina með hliðsjón af þeim öru breytingum sem orðið hafa í heilbrigðismálum undanfarin ár. Þar á hann bæði við læknisfræðileg efni á borð við erfðarannsóknir, tæknifrjóvgun og fósturvísarannsóknir sem og pólitískari efni eins og gagnagrunna, forgangsröðun og mótun heilbrigðisstefnu.

Háskólaútgáfan gefur út bókina en hún er 379 blaðsíður og fæst bæði innbundin og í kiljuformi.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica