12. tbl. 90. árg. 2004
Umræða og fréttir
Afmælisboð Læknablaðsins
Læknablaðið á stórafmæli um þessar mundir en í ársbyrjun 2005 verða liðin 90 ár frá útkomu fyrsta tölublaðsins. Eru þau ekki mörg íslensku tímaritin sem geta státað af jafnvirðulegum aldri. Af því tilefni bauð blaðið ýmsum velunnurum sínum til örlítils gleðskapar á vopnahlésdaginn 11. nóvember. Þar mátti sjá marga þá sem lagt hafa blaðinu lið með skrifum, ritrýni, starfskröftum og öðru. Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi bauð gesti velkomna og Örn Bjarnason fyrrum ritstjóri flutti ávarp. Auk þess léku þrír ágætir tónlistarmenn, þau Jóhanna Þórhallsdóttir, Tómas R. Einarsson og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, af fingrum fram meðan gestir nutu veitinga og spjölluðu saman. Ljósmyndari gekk um ritstjórnarskrifstofur blaðsins og myndaði gestina.