12. tbl. 90. árg. 2004
Umræða og fréttir
The HOUPE study
Minnum lækna á að taka þátt í rannsókn á umgjörð og heilsu í starfi lækna
Allir læknar með lækningaleyfi á Íslandi þann 30. júní síðastliðinn hafa fengið sent boð um þátttöku í rannsókn á umgjörð og heilsu í starfi lækna. Bréfinu fylgdi einkennisnúmer til að skrá sig inn á vefsetrið www.houpe.no og svara spurningalista. Rannsóknin er unnin í samstarfi fjögurra landa en tekur samt mið af fyrri rannsóknum á læknum hér á landi og þá sérstaklega rannsókn Félags íslenskra heimilislækna á heimilislæknum og Vinnueftirlitsins á læknum Landspítala (sjá fyrri kynningar í september- og októberheftum Læknablaðsins).
Við hvetjum alla lækna til að svara. Ef vefsvörun hentar ekki má fá spurningalistann sendan á pappír. Öllum fyrirspurnum um framkvæmd rannsóknarinnar verður svarað af Lilju Sigrúnu Jónsdóttur verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu og starfsmönnum skrifstofu Læknafélags Íslands.
Rannsóknarhópurinn