12. tbl. 90. árg. 2004

Fræðigrein

Frá Félagi íslenskra röntgenlækna

Ritstjórn Læknablaðsins hefur borist eftir­farandi bréf frá stjórn Félags íslenskra röntgenlækna, FÍR:

Undanfarin ár hefur borið á því að birtar hafa verið greinar í Læknablaðinu með myndum af myndgreiningarrannsóknum án þess að geta heimilda með fullnægjandi hætti. Stjórn Félags ís­lenskra röntgenlækna vill hér með gera við þetta athugasemd. Það hlýtur að vera metnaðarmál hjá Læknablaðinu, sem og hjá öðrum í íslenska vísinda­sam­félaginu, að frágangur greina sé eins og best verður á kosið og fylgt sé þeim reglum sem settar hafa verið um greinaskrif. Oft hefur verið um lýsingu á sjúkratilfellum að ræða þar sem myndgreiningarrannsóknir eru stór þáttur. Stundum hafa meinlegar villur verið á þessum myndum eða í myndatexta sem ekki er ljóst hver ber ábyrgð á. Óskum við eftir að úr þessu verið bætt og slíkar birtingar endurtaki sig ekki.

Undir bréfið rita formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi FÍR.

Læknablaðið harmar birtingu ofangreinds myndefnis og hyggst héðan í frá ganga harðar eftir því að öll tilskilin leyfi séu fyrir birtingu slíkra mynda sem á að tryggja réttan úrlestur þeirra og myndatexta.Þetta vefsvæði byggir á Eplica