11. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Frá Félagi kvenna í læknastétt á Íslandi

14. október sl. héldu Félag kvenna í læknastétt á Íslandi, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennadeild verkfræðingafélagsins sameiginlegan fund. Fyrirlesari var Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnendaskóla HR og nefndi hún erindi sitt "Tengslanet - hver er tilgangurinn?". Rúmlega 60 konur mættu. Eindregin tilmæli komu fram um að þessir hópar myndu hittast að minnsta kosti einu sinni á ári. Var samþykkt að stefna að því að hitt­ast aftur næsta haust og halda fund með svipuðu sniði.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 17. nóvember og hefst kl. 19.00. Aðalfundarstörf, hátíðarkvöldverður á vægu verði og gestafyrirlestur eins og áður. Nánari dag­skrá verður send út síðar og einnig mun skrifstofa læknafélaganna gefa frekari upp­lýsingar vikuna áður. Takið kvöldið frá og skráið ykkur á skrifstofunni.

Þá vil ég minna konur á að ganga frá greiðslu árgjalda til félagsins svo hægt verði að ganga frá félagaskrá fyrir aðalfund.

Margrét Georgsdóttir

formaðurÞetta vefsvæði byggir á Eplica