11. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Stofnfrumurannsóknir komnar á þing

Læknablaðið hefur á undanförnum misserum fjallað nokkuð um stofnfrumu­rannsóknir enda eru þær ofarlega á baugi meðal vísinda- og stjórnmála­manna beggja vegna Atlantshafsins. Hér á landi hefur ríkt þögn meðal síðarnefnda hópsins en nú hefur hún verið rofin. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur ásamt fjórum öðrum þingmönn­um Samfylkingarinnar lagt fram tillögu til þings­­ályktunar um að skipuð verði nefnd "sem geri úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu sjónarmiði að heimila nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga á alvarlegum sjúkdómum".

Ekki er ljóst hvenær þessi tillaga kemur til umræðu í þinginu en óneitanlega verður forvitnilegt að fylgjast með því hver viðbrögð þingmanna verða við henni.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica