11. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Siðferðilegar skyldur lækna á stríðstímum

Á ársfundi Alþjóðafélags lækna áréttuðu samtökin þann skilning sinn að læknum beri að auðsýna öllu fólki mannúð og virðingu á stríðstímum. Samtökin lýstu því yfir að enginn munur er á siðferðilegum skyldum lækna hvort sem þeir starfa í stríði eða á friðartímum.

Stefna samtakanna er að ekki sé siðferðilega réttlætanlegt að læknar gefi ráð eða beiti meðferð sem sé í blóra við heilsufar sjúklings eða sé til þess fallin að veikja líkamlegt eða andlegt ástand hans. Allar rannsóknir sem byggjast á tilraunum á mönnum eru stranglega bannaðar ef í hlut eiga ófrjálsir menn, einkum ef um er að ræða fanga, óbreytta borgara jafnt sem stríðsfanga, eða íbúa hernuminna landi. Læknar eiga ávallt að gæta fyllsta hlutleysis við meðferð sjúkra án tillits til trúar, þjóðernis, kynferðis, póli­tískra skoðana, kynþáttar, kynhegðunar eða félagslegrar stöðu.

Í yfirlýsingunni eru ríkisstjórnir, herstjórnir og aðrar valdastofnanir hvattar til að fylgja Genfarsáttmálanum og tryggja að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn getir veitt nauðsynlega aðhlynningu á átakasvæðum. Læknum þarf að tryggja óheftan aðgang að sjúklingum, aðstöðu og tækjum til lækninga og vernd sem þeir þurfa til að geta stundað starf sitt óáreittir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica