11. tbl. 90. árg. 2004
Umræða og fréttir
Breytingar á siðfræðiráði
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Læknafélags Íslands sem haldinn var 12. október voru gerðar töluverðar breytingar á skipan siðfræðiráðs félagsins. Úr ráðinu gengu Einar Oddsson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Örn Bjarnason. Nýir ráðsmenn eru Benedikt Ó. Sveinsson, Jón G. Snædal og Kristín Sigurðardóttir.
Siðfræðiráð er því þannig skipað: Arna Rún Óskarsdóttir, Ástríður Stefánsdóttir, Benedikt Ó. Sveinsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sveinn Kjartansson og Jón G. Snædal formaður.
Ráðið er skipað til tveggja ára.