11. tbl. 90. árg. 2004
Umræða og fréttir
Heilbrigðissagan leidd til lykta
Á aðalfundi Lí voru bornir upp reikningar félagsins samkvæmt dagskrá. Við þá kynningu kom fram að gamalt verkefni félagsins, Heilbrigðissagan, er nú enn á dagskrá eftir nokkurra ára hlé. Stefnt er að því að leiða skrif þessarar sögu til lykta á næsta ári en þá er ráðgerð útgáfa bókarinnar. LÍ hefur nú samið við Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing um að koma að ritstjórn verksins, en höfundur þess, Jón Ólafur Ísberg, mun velja myndefni í bókina og búa hana til prentunar. Um verður að ræða eitt bindi sem spannar heilbrigðissögu þjóðarinnar í máli og myndum og eru þegar hafnar viðræður við forlag sem hyggst gefa bókina út.