11. tbl. 90. árg. 2004
Fræðigrein
Fræðigreinar íslenskra lækna í erlendum tímaritum


Hans Tómas Björnsson sem er læknir í rannsóknarnámi í Bandaríkjunum hefur birt eftirfarandi greinar í erlendum tímaritum, sú fyrrnefnda er yfirlitsgrein og tímaritið heitir Trends in Genetics.
Björnsson HT, Fallin MD, Feinberg AP. An integrated epigenetic and genetic approach to common human disease. Trends Genet 2004 Aug; 20: 350-8.
Björnsson HT, Gius D, Feinberg AP. The new field of epigenomics: implications for cancer and other common disease research. Cold Spring Harbor Symposia on Quantitative Biology. 2004. Symposium 69. Cold Spring Harbor Press.
Ársæll Jónsson öldrunarlæknir er meðal höfunda greinar sem birtist í Danish Medical Bulletin síðastliðið haust. Hún er samstofna grein hans og fleiri í Læknablaðinu í ársbyrjun 2002: Öldrunarendurhæfing innan öldrunarlækninga á Norðurlöndum, Læknablaðið 2002; 88: 29-38. Greinin er samvinnuverkefni kennara í öldrunarlækningum. Tilvísun til hennar er:
Jónsson Á, Gustafson Y, Schroll M, Hansen FR, Saarela M, Nygaard H, et al. Geriatric rehabilitation as an integral part of geriatric medicine in the Nordic countries. Dan Med Bull 2003; 50: 439-45.