10. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Ríkisstjórnin kannar nánar heilbrigðiskostnað

Deilur hafa risið milli undirritaðs og Hagstofu Ís­lands um heilbrigðiskostnað Íslendinga í samanburði við margar nágrannaþjóðir. Komið hefur fram að Hagstofan hefur á síðustu árum fellt kostnað við læknis- og hjúkrunarþjónustu öldrunarstofnana undir heilbrigðismál. Þetta stangast á við reikningshald annarra OECD-þjóða sem færa þennan kostnað undir félagsgeirann. Ólafur ÓlafssonÍ júlí 2004 skipaði ríkisstjórnin nefnd aðila, meðal annars frá fjármálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Hagstofu Íslands og landlækni, til að kanna betur heilbrigðiskostnað Íslendinga í samanburði við aðrar OECD-þjóðir. Þar af leiðandi má ætla að fyrri útreikningar Hagstofunnar hafi ekki verið traustir.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica