10. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Tilkynning frá sóttvarnalækni

Dreifibréf Landlæknisembættisins Nr. 10/2004

Efni: Bólusetning gegn inflúensu, sbr. dreifibréf nr. 7/2004, dags. 5. apríl 2004

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að inflú­ensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2004-2005 innihaldi eftirtalda veirustofna (WHO Weekly Epi­demiological Record 2004; 79: 85-92):

  • A/Nýju Caledoniu/20/99 (H1N1) - lík veira
  •  A/Fujian/411/2002 (H3N2) - lík veira*
  •  B/Shanghai/361/2002 - lík veira**

* Veiran sem notuð er um þessar mundir til bólu­efnisgerðar er A/Wyoming/3/2003. A/Kumamoto/102/2002 er einnig tiltæk sem bóluefnisveira.

** Þeir bóluefnisstofnar sem hægt er að nota til bólu­efnisgerðar eru B/Shanghai/361/2002 og B/Jiin/20/2003 (sem er B/Shanghai/361/2002 - lík veira).

Hverja á að bólusetja?

 Alla eldri en 60 ára.

 Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykur­sýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

 Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu.

Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til að kalla sem fyrst inn að hausti til bólusetninga ofannefnda áhættu­hópa. Hvatt er til þess að heilbrigðisstofnanir bjóði starfsfólki sínu bólusetningar.

Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum

Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti fyrir þá sem eru í sérstökum áhættuhópum.

Seltjarnarnesi 15. september 2004,

Sóttvarnalæknir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica