Umræða og fréttir

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Læknablaðið ákvað að reyna að komast að því hvert umfang einkarekstrarins í íslenska heilbrigðiskerfinu er en rak sig fljótlega á að um það liggja ekki fyrir neinar aðgengilegar upplýsingar. Í staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins fundum við töflu yfir útgjaldaflokka sjúkratrygginga og tókum úr henni þá þætti þar sem einkarekstur kemur mikið við sögu.Útgjaldaflokkar sjúkratrygginga 2002 í milljónum króna

Lyfjakaup 5.441

Sérfræðilæknar 2.435

Hjálpartæki 1.108

Tannlæknar 981

Sjúkra-, iðju- og talþjálfun 968

Almenn læknishjálp 306

Sjúkraflutningar innanlands 156Þetta gerir um það bil 11,3 milljarða króna sem samsvara tæplega tveimur þriðju hlutum allra útgjalda sjúkratrygginga árið 2002 (17,9 milljarðar). Þetta hlutfall hefur heldur hækkað frá árinu 1991 þegar það var rúmlega 6 milljarðar af 10,6 milljarða heildarútgjöldum sjúkratrygginga. Heildarútgjöld ríkisins til heilbrigðismála voru hins vegar 65 milljarðar króna árið 2002.Einkarekstur heilbrigðisstarfsfólks

Sérfræðilæknar með stofurekstur (2002: 346 læknar, 468 þúsund komur, 18,6 milljónir eininga)

Heilsugæsla (svo sem í Lágmúla og væntanleg stöð í Salahverfi)

Læknavaktin (44.000 móttökur og 7000 vitjanir á ári; nettókostnaður 210 milljónir króna)

Heimilislæknar utan heilsugæslustöðva (11 talsins, ný starfsleyfi ekki veitt í 15 ár)

Sjúkra-, iðju- og talþjálfarar

Tannlæknar og -smiðir

Hjúkrun (svo sem í Liðsinni og Karítas)Einkarekstur fyrirtækja

Hjúkrunarheimili og heimili aldraðra (Sóltún, Grund o.fl.)

Seljendur og framleiðendur lyfja, lækninga- og hjálpartækja

Ræsting (Securitas)

Ýmiss konar tölvu- og tækniþjónustaRekstur félagasamtaka

Krabbameinsfélagið (Krabbameinsskrá, leitarstöð)

NLFÍ í Hveragerði

Sjálfsbjargarhúsið

Reykjalundur

SÁÁ

Rauði krossinn (sjúkraflutningar, sjúkrahótel ofl.)

Hrafnista

SjúkraflugÞessi listi er engan veginn tæmandi því eflaust hefur okkur sést yfir ýmislegt sem fellur undir skilgreininguna einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar sýnir þetta glögglega að sá rekstur er ekki svo lítill að vöxtum og hann hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár.Þetta vefsvæði byggir á Eplica