Umræða og fréttir
  • Mynd 1

Veikindafjarvistir á Norðurlöndum

Veikindafjarvistir hafa aukist mikið á Norðurlöndum á síðustu árum. Æ stærra hlutfall allra veikindafjarvista er vegna geðraskana en óþægindi frá stoðkerfi eiga einnig stóran hlut að máli en þau valda oft langvarandi fjarvistum frá vinnu.

Þessi orð er að finna í formála nýs bæklings sem Vinnueftirlitið hefur gefið út. Raunar kemur þessi bæklingur út í fjórum löndum samtímis, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk Íslands, en hann er gerður í samvinnu fulltrúa rannsóknarstofnana á sviði vinnuverndar og atvinnulífs í löndunum fjórum. Norræna ráðherranefndin stóð straum af kostnaði við útgáfuna.

Í bæklingnum kemur fram að danskar rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur veikindafjarvista eigi rót sína að rekja til aðstæðna á vinnustað. Er bæklingnum ætlað að benda á ýmislegt sem unnt er að gera til að draga úr fjarvistunum.

Bæklinginn má fá hjá Vinnueftirlitinu og á heimasíðu þess en slóðin þangað er www.ver.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica