Umræða og fréttir
Íðorð 162: Tól og tæki
Undirritaður vandist því þegar á barnsaldri að greinarmunur væri gerður á heitunum tól annars vegar og tæki hins vegar. Því hefur komið illa við máltilfinningu hans að skriflegir spurningalistar og skráningargögn af ýmsu tagi séu nefnd tæki. Í vaxandi mæli heyrist nú sagt um tiltekinn spurningalista að hann sé rannsóknartæki eða greiningartæki. Gagnalista af þessu tagi vill undirritaður fremur nefna verkfæri eða tól. Gaman væri að heyra skoðanir annarra á þessari íhaldssemi.
Verkfæri og áhöld
Verkfæri finnst aðeins á einum stað í Íðorðasafni lækna, og þá sem ein af þremur íslenskum þýðingum á instrument. Um uppruna þess er ekki getið í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar, en Orðabók Háskólans tilgreinir notkunardæmi allt frá miðri 16. öld. Orðið er lipurt og laglegt samheiti um þau tól og áhöld sem menn nota við framkvæmd verka sinna. Fyrri hlutinn táknar starf, iðju eða afmarkað verkefni og síðari hlutinn er dreginn af sögninni að færa og lýsingarorðinu fær. Fleirtölumyndin færi kemur fyrir í ýmsum læknisfræðilegum samsetningum og táknar þá samstæðu, hóp eða hluta líffæra sem vinna tiltekin störf, svo sem augnfæri, húðfæri, kynfæri, meltingarfæri, tárafæri og öndunarfæri.
Áhald finnst á nokkrum stöðum í Íðorðasafninu. Það er fyrst og fremst notað í útskýringum og lýsingum á verkfærum (applicator, dilator, retractor) sem notendurnir halda í höndunum. Ekki er þó fullt samræmi í texta skýringanna, því einstaka stóru tæki (cardiograph) er einnig lýst sem áhaldi. Heitið áhald er hins vegar fullkomlega gegnsætt og á greinilega við um verkfæri sem halda má á.
Tæki birtist í mörgum samsettum heitum í Íðorðasafninu, sem undirritaður er sáttur við, svo sem heyrnartæki, sogtæki, sótthreinsunartæki, súrefnistæki, úðatæki og öndunartæki. Þarna er um vélar eða vélræn verkfæri að ræða og ekki hægt að amast við slíkri notkun. Orðið tæki er hins vegar notað án samræmis í ýmsum lýsingum Íðorðasafnsins þar sem verið er að gera grein fyrir einföldum áhöldum (biopsy clamp, depressor). Við slíku vill undirritaður amast.
Heitið tól finnst ekki í Íðorðasafni lækna, en nefna má að í fleirtölu hefur það stundum verið notað um kynfæri karla. Af almennum, samsettum heitum koma helst í hugann orðin hörkutól og símtól. Orðabók Háskólans birtir heimildir um orðið tól allt frá 16. öld og þá einkum í tengslum við verkfæri. Þar birtast einnig skemmtileg orðatiltæki: Hver er sínum tólum tamur og Hentug tól gera mann hagan. Orðsifjatengsl eru meðal annars við enska nafnorðið tool. Heitið tól vill undirritaður nota í almennum, samsettum heitum á einföldum verkfærum, svo sem fyrrgreindum hjálpargögnum, sem þá nefnist rannsóknartól og greiningartól.
Erfitt reyndist að finna formlegar heimildir þessu til stuðnings. Segja má einfaldlega að íslenskar orðabækur vísi fram og aftur milli áhalda, tóla, tækja og verkfæra, án þeirrar aðgreiningar sem gerð var hjá viðmælendum á Norðurlandi forðum. Undirritaður telur það hins vegar auðga íslenskuna að geta aðgreint mismunandi hugtök og fyrirbæri með merkingarbærum heitum.
Reynir Þorsteinsson, læknir á Akranesi, sendi kveðju og bað um umfjöllun um reversibility test. Um er að ræða klínískt próf sem gert er hjá astmasjúklingum og þeim sem grunaðir eru um astma. Loftflæði er mælt með öndunarmæli. Eftir fyrstu mælingu er gefið berkjuvíkkandi lyf og önnur mæling gerð eftir hæfilegan tíma. Niðurstöður eru bornar saman og reiknað út hvort lyfið hafi aukið loftflæði. Greining á astma byggist á því að aukning sé marktæk (viðmið gjarnan 15%).
Hugmyndin að baki enska heitinu er sú að lyfið valdi viðsnúningi, leiði til þess að einkennin gangi til baka. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir enska nafnorðið reversibility og þýðingarnar: 1. breytanleiki, hnekkjanleiki. 2. gagnhverfni, jafngengni, tvígengni. 3. viðsnúanleiki. Finna þarf lipurt heiti. Á rannsóknarbeiðni göngudeildar lungnasjúkdóma á LSH fær prófið heitið "öndunarmæling með berkjuvíkkandi lyfi". Frá lungnalæknum, sem spurðir voru álits, kom heitið afturkræfnispróf. Það er án efa byggt á þýðingu Íðorðasafns lækna á lýsingarorðinu reversible: afturkvæmur, afturhverfur. Heitið er ekki lipurt og að auki er undirrituðum meinilla við "s"-ið sem tengir saman annan og þriðja orðhluta. Afturkræfni er kvenkynsnafnorð og tekur ekki með sér eignarfalls-"s" þannig að þarna er um svonefnt tengi-"s" að ræða, sem er óþarft að mati undirritaðs.
Tvær leiðir koma þá til greina. Annars vegar að þýða nokkuð orðrétt og hins vegar að finna nýtt heiti sem leggur áherslu á annan þátt en afturkræfnina. Með fyrri aðferðinni má finna nokkur heiti: afturbatapróf, afturkvæmnipróf, gagnhverfnipróf, umhverfupróf og viðsnúningspróf. Ekkert þeirra er reglulega lipurt. Síðari aðferðin gefur heiti eins og til dæmis bötunarpróf og meðferðarpróf. Nafnorðið bötun táknar að gera betri eða að verða betri. Er það ekki alveg viðunandi?
Verkfæri og áhöld
Verkfæri finnst aðeins á einum stað í Íðorðasafni lækna, og þá sem ein af þremur íslenskum þýðingum á instrument. Um uppruna þess er ekki getið í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar, en Orðabók Háskólans tilgreinir notkunardæmi allt frá miðri 16. öld. Orðið er lipurt og laglegt samheiti um þau tól og áhöld sem menn nota við framkvæmd verka sinna. Fyrri hlutinn táknar starf, iðju eða afmarkað verkefni og síðari hlutinn er dreginn af sögninni að færa og lýsingarorðinu fær. Fleirtölumyndin færi kemur fyrir í ýmsum læknisfræðilegum samsetningum og táknar þá samstæðu, hóp eða hluta líffæra sem vinna tiltekin störf, svo sem augnfæri, húðfæri, kynfæri, meltingarfæri, tárafæri og öndunarfæri.Áhald finnst á nokkrum stöðum í Íðorðasafninu. Það er fyrst og fremst notað í útskýringum og lýsingum á verkfærum (applicator, dilator, retractor) sem notendurnir halda í höndunum. Ekki er þó fullt samræmi í texta skýringanna, því einstaka stóru tæki (cardiograph) er einnig lýst sem áhaldi. Heitið áhald er hins vegar fullkomlega gegnsætt og á greinilega við um verkfæri sem halda má á.
Tæki og tól
Tæki birtist í mörgum samsettum heitum í Íðorðasafninu, sem undirritaður er sáttur við, svo sem heyrnartæki, sogtæki, sótthreinsunartæki, súrefnistæki, úðatæki og öndunartæki. Þarna er um vélar eða vélræn verkfæri að ræða og ekki hægt að amast við slíkri notkun. Orðið tæki er hins vegar notað án samræmis í ýmsum lýsingum Íðorðasafnsins þar sem verið er að gera grein fyrir einföldum áhöldum (biopsy clamp, depressor). Við slíku vill undirritaður amast. Heitið tól finnst ekki í Íðorðasafni lækna, en nefna má að í fleirtölu hefur það stundum verið notað um kynfæri karla. Af almennum, samsettum heitum koma helst í hugann orðin hörkutól og símtól. Orðabók Háskólans birtir heimildir um orðið tól allt frá 16. öld og þá einkum í tengslum við verkfæri. Þar birtast einnig skemmtileg orðatiltæki: Hver er sínum tólum tamur og Hentug tól gera mann hagan. Orðsifjatengsl eru meðal annars við enska nafnorðið tool. Heitið tól vill undirritaður nota í almennum, samsettum heitum á einföldum verkfærum, svo sem fyrrgreindum hjálpargögnum, sem þá nefnist rannsóknartól og greiningartól.
Erfitt reyndist að finna formlegar heimildir þessu til stuðnings. Segja má einfaldlega að íslenskar orðabækur vísi fram og aftur milli áhalda, tóla, tækja og verkfæra, án þeirrar aðgreiningar sem gerð var hjá viðmælendum á Norðurlandi forðum. Undirritaður telur það hins vegar auðga íslenskuna að geta aðgreint mismunandi hugtök og fyrirbæri með merkingarbærum heitum.
Reversibility
Reynir Þorsteinsson, læknir á Akranesi, sendi kveðju og bað um umfjöllun um reversibility test. Um er að ræða klínískt próf sem gert er hjá astmasjúklingum og þeim sem grunaðir eru um astma. Loftflæði er mælt með öndunarmæli. Eftir fyrstu mælingu er gefið berkjuvíkkandi lyf og önnur mæling gerð eftir hæfilegan tíma. Niðurstöður eru bornar saman og reiknað út hvort lyfið hafi aukið loftflæði. Greining á astma byggist á því að aukning sé marktæk (viðmið gjarnan 15%). Hugmyndin að baki enska heitinu er sú að lyfið valdi viðsnúningi, leiði til þess að einkennin gangi til baka. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir enska nafnorðið reversibility og þýðingarnar: 1. breytanleiki, hnekkjanleiki. 2. gagnhverfni, jafngengni, tvígengni. 3. viðsnúanleiki. Finna þarf lipurt heiti. Á rannsóknarbeiðni göngudeildar lungnasjúkdóma á LSH fær prófið heitið "öndunarmæling með berkjuvíkkandi lyfi". Frá lungnalæknum, sem spurðir voru álits, kom heitið afturkræfnispróf. Það er án efa byggt á þýðingu Íðorðasafns lækna á lýsingarorðinu reversible: afturkvæmur, afturhverfur. Heitið er ekki lipurt og að auki er undirrituðum meinilla við "s"-ið sem tengir saman annan og þriðja orðhluta. Afturkræfni er kvenkynsnafnorð og tekur ekki með sér eignarfalls-"s" þannig að þarna er um svonefnt tengi-"s" að ræða, sem er óþarft að mati undirritaðs.
Tvær leiðir koma þá til greina. Annars vegar að þýða nokkuð orðrétt og hins vegar að finna nýtt heiti sem leggur áherslu á annan þátt en afturkræfnina. Með fyrri aðferðinni má finna nokkur heiti: afturbatapróf, afturkvæmnipróf, gagnhverfnipróf, umhverfupróf og viðsnúningspróf. Ekkert þeirra er reglulega lipurt. Síðari aðferðin gefur heiti eins og til dæmis bötunarpróf og meðferðarpróf. Nafnorðið bötun táknar að gera betri eða að verða betri. Er það ekki alveg viðunandi?