Umræða fréttir

Aðalfundur Læknafélags Íslands 11.-12. október

AÐalfundur Læknafélags Íslands verður haldinn dagana 11. og 12. október næstkomandi í húsakynnum LÍ að Hlíðasmára 8. Fundurinn hefst með setningu Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra en síðan tekur við hefðbundin dagskrá aðalfundar.

Samkvæmt 7. gr. laga LÍ er öllum læknum frjálst að sitja aðalfundinn með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa eingöngu kjörnir fulltrúar aðildarfélaga.

Að morgni laugardagsins 12. október verður haldið Læknaþing. Efni Læknaþings verður: Reglur General Medical Council í Bretlandi um skyldur skráðra lækna, kynning lækna á starfsemi sinni með tilliti til nýrrar tækni og símenntun lækna, umræður verða í lokin.

Að Læknaþingi loknu heldur dagskrá aðalfundar áfram.

Nánar verður sagt frá dagskrá fundarins í októberblaði Læknablaðsins.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica