Umræða fréttir

Læknar gegn tóbaki

FélagiÐ Læknar gegn tóbaki, kynnir ráðstefnuhald og félagsfund sem verður síðar í haust.



Ráðstefnan Loft 2002

Dagana 27.-28. september nk. verður haldin í Mývatnssveit ráðstefna um stöðu reykinga og tóbaksvarna á Íslandi. Ráðstefnan ber yfirskriftina Loft 2002 og þar verður sérstaklega fjallað um samtalstækni um lífsstílsbreytingar. Dagskráin er í formi fyrirlestra, veggspjalda og vinnuhópa. Fyrirlesarar eru innlendir og erlendir, m.a. læknar, lögfræðingur, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og tannlæknir. Úr hópi þeirra má nefna Hans Gilljam sænskan lækni, sérfræðing í lungnasjúkdómum og klínískum tóbaksvörnum sem fjallar um þær og lýðheilsu næstu áratugi, Torgny Svensson prófessor við Karolinska Institutet en hann hefur um árabil unnið að rannsóknum á nikótínfíkn og fjallar um hugsanlega bólusetningu gegn henni, Ásgeir R. Helgason sálfræðing og doktor í heilbrigðisvísindum sem fjallar um reynsluna af "reyksímum" (quit-lines) í klínískum tóbaksvörnum. Ástæða er til að hvetja lækna úr öllum sérgreinum að sækja þessa ráðstefnu.

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sími: 585 4374, fax: 585 4390, netfang: bjorkb@icelandtravel.is og rafræn skráning er á: www.heilhus.is



Félagsfundur

Stefnt er að fundi í félaginu síðar í haust, sennilega í tengslum við aðalfund LÍ og verður það auglýst nánar síðar. Vilji er fyrir hendi til að efla félagið og starf þess. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta nánar hafi samband við Pétur Heimisson petur@ hsa.is eða í síma 471 1400 og 860 6830.

Stjórnin

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica