Umræða fréttir
  • Ólafur Ólafsson

Dánartíðni á gróðareknum sjúkrahúsum

Hærri dánartíÐni er meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem rekin eru með gróðamarkmiði (for profit) en meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem ekki eru rekin með gróðamarkmiði (non profit).

Þetta er niðurstaða rannsóknar McMaster háskólans í Ontario í Kanada og háskólans í Buffalo í Bandaríkjunum sem greint er frá í Canadian Medical Asscociation Journal 2002 (66: 1399-406).

Rannsóknin var gerð af "Framtíðarnefnd" Kanada um heilbrigðisþjónustu vegna umræðna er urðu þar í landi um að hleypa einkareknum "gróðasjúkrahúsum" inn á heilbrigðismarkaðinn. Í Kanada eru 95% af sjúkrahúsum rekin af góðgerðar- og trúarfélögum (non profit) og meðal annars ríkisfjármögnuð með tryggingum síðan 1960. Rannsóknin náði til fleiri þúsunda sjúkrahúsa og 38 milljón sjúklinga er vistuðust á einkasjúkrahúsum reknum með gróðahagsmunum og einkasjúkrahúsum þar sem gróðahagsmunir voru ekki hafðir að leiðarljósi. Margir sjúklingar nutu Medicaretryggingar fyrir eldri sjúklinga í Bandaríkjum en þær duga ekki til. Í ljós kom að dánartíðni var 2% lægri á einkasjúkrahúsum sem rekin voru án gróðamarkmiða (non profit) en hinum.

Ef skipulag bandarískra gróðasjúkrahúsa tækju yfir sjúkrahússkerfi Kanada mætti áætla að dauðsföllum fjölgaði um 2000 eða um svipaðan fjölda og deyr.

Í Bandaríkjum mætti áætla að 14 000 fleiri sjúklingar mundu deyja á gróðasjúkrahúsum en 13% af sjúkrahúsum falla í þann flokk. Skýring rannsakanda á þessu mun vera eftirfarandi: Hluthafar gróðasjúkrahúsanna vænta 10-15% arðs og sjúkrahúsin greiða skatta. Menn vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn, þess vegna er dregið úr gæðarekstri ef harðnar í ári. Niðurstaða formanns nefndavinnu var: "Vill einhver Kanadamaður semja af sér stærsta hlut sjúkrahússgeirans sem er fjármagnaður af hinu opinbera til keðju gróðasjúkrahúsa eftir að hafa kynnt sér niðurstöðurnar." Eins og áður er komið fram er hlutfall greiðslna af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála 30-40% hærra í Bandaríkjum en í Kanada (sjá fyrri greinar.)

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica