Umræða fréttir

Til Læknablaðsins Reglur um lyfseðla vegna tilkynningaskyldra sjúkdóma

Ég ætla aÐ vekja athygli á undarlegum reglum varðandi lyfseðla sem skrifaðir eru út vegna tilkynningaskyldra sjúkdóma (til dæmis klamydíu) en þær eru þrjá vegu. Í fyrsta lagi: ef lyfseðill er skrifaður út af göngudeild húð- og kynsjúkdóma þá fær sjúklingur lyfið frítt og reikningur er skrifaður út á Heilsuverndarstöðina til rukkunar. Í öðru lagi: ef lyfseðill er gefinn út af heimilislæknum borgar Tryggingastofnun ríkisins lyfið að fullu. Í þriðja lagi: ef lyfseðill er skrifaður út af sérfræðingum þá verður sjúklingur að borga lyfið að fullu. Þannig að til dæmis sérfræðingar í húð- og kynsjúkdómum þurfa að vísa sjúklingum sínum á heilsugæslustöðvar til þess að þeir fái lyfin sín frí. Mér finnst að læknar (sérfræðingar) þurfi að beita áhrifum sínum og fá þessum lögum breytt.Með kveðju,Bergþór Haraldsson, lyfjafræðingurTilkynningaskyldir sjúkdómarbarnaveiki lekandi

berklar lifrarbólga A

blóðkreppusótt lifrarbólga B

bótúlismi lifrarbólga C

Creutzfeldt Jacob-veiki lifrarbólga E

og afbrigði hennar lifrarbólga vegna

enterohemorrhagisk E. coli sýking annarra veira

gulusótt linsæri

HIV-sýking listeríusýking

holdsveiki lömunarveiki

hundaæði meningókokkasjúkdómur

kampýlóbaktersýking miltisbrandur

klamydíusýking salmonellusýking

kólera sárasótt

legíónellusýking svarti dauði

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica