Umræða fréttir
Verðlaunaveiting á lyflæknaþingi
Á Þingi Félags íslenskra lyflækna sem haldið er annað hvert ár hefur skapast sú hefð að veita verðlaun fyrir góða rannsóknarvinnu og framsetningu niðurstaðna. Tilgangurinn með þeim er að hvetja lyflækna til dáða og örva rannsóknir íslenskra lækna en slík verðlaun geta reynst aðstoðarlæknum og stúdentum afar mikilvæg þegar þeir sækjast eftir framhaldsnámi við bestu læknaskóla í útlöndum.
Á 15. þinginu sem haldið var á Ísafirði dagana 7.-9. júní voru veitt þrenn verðlaun. Félag íslenskra lyflækna veitti verðlaun fyrir besta veggspjaldið en þau hlutu Brynja Gunnlaugsdóttir og Björn Rúnar Lúðvíksson. Veggspjaldið bar númerið V18 og heitið Næmi áður óþekkts forstigs CD4+/CD45RA+ T-frumna fyrir bæliáhrifum TGF-b1.
Þá veitti Vísindasjóður lyflækningadeildar Landspítala tvenn verðlaun. Önnur eru fyrir besta framlag aðstoðarlæknis og hlaut þau Sædís Sævarsdóttir fyrir erindi E31 Framskyggn rannsókn á byrjandi iktsýki bendir til að sjúklingar með lágt mannósa bindilektín fái verri sjúkdóm. Hún var reyndar einnig höfundur að erindi E32.
Hin verðlaunin voru veitt fyrir besta framlag stúdents en þau komu í hlut Steinunnar Þórðardóttur fyrir erindið E21 Áhrif þátta sem trufla eða viðhalda himnuspennu hvatbera á steraframleiðslu Leydig-frumna. Steinunn átti einnig hlut að erindi E26.
Dómnefnd þingsins var skipuð Rafni Benediktssyni dósent sem var formaður og Guðmundi Þorgeirssyni prófessor. Við mat á verkefnunum höfðu þeir meðal annars eftirfarandi til hliðsjónar:
- nýnæmi verkefnisins,
- hversu vel væri leyst úr rannsóknarspurningunni, það er hversu vel rannsóknin væri byggð upp til þess að gera gefið svar sem væri bæði satt og rétt,
- hlutverk og þáttur höfundar eða flytjanda í rannsóknavinnunni sjálfri,
- framsaga og framsetning verkefnisins á þinginu og hversu góða innsýn og vald á verkefninu flytjandinn hefði,
- mikilvægi spurningarinnar sem rannsóknin væri hönnuð til að svara og tengsl hennar við klíníska lyflæknisfræði
- rannsóknarvirkni kandídatsins.
Á 15. þinginu sem haldið var á Ísafirði dagana 7.-9. júní voru veitt þrenn verðlaun. Félag íslenskra lyflækna veitti verðlaun fyrir besta veggspjaldið en þau hlutu Brynja Gunnlaugsdóttir og Björn Rúnar Lúðvíksson. Veggspjaldið bar númerið V18 og heitið Næmi áður óþekkts forstigs CD4+/CD45RA+ T-frumna fyrir bæliáhrifum TGF-b1.
Þá veitti Vísindasjóður lyflækningadeildar Landspítala tvenn verðlaun. Önnur eru fyrir besta framlag aðstoðarlæknis og hlaut þau Sædís Sævarsdóttir fyrir erindi E31 Framskyggn rannsókn á byrjandi iktsýki bendir til að sjúklingar með lágt mannósa bindilektín fái verri sjúkdóm. Hún var reyndar einnig höfundur að erindi E32.
Hin verðlaunin voru veitt fyrir besta framlag stúdents en þau komu í hlut Steinunnar Þórðardóttur fyrir erindið E21 Áhrif þátta sem trufla eða viðhalda himnuspennu hvatbera á steraframleiðslu Leydig-frumna. Steinunn átti einnig hlut að erindi E26.
Dómnefnd þingsins var skipuð Rafni Benediktssyni dósent sem var formaður og Guðmundi Þorgeirssyni prófessor. Við mat á verkefnunum höfðu þeir meðal annars eftirfarandi til hliðsjónar:
- nýnæmi verkefnisins,
- hversu vel væri leyst úr rannsóknarspurningunni, það er hversu vel rannsóknin væri byggð upp til þess að gera gefið svar sem væri bæði satt og rétt,
- hlutverk og þáttur höfundar eða flytjanda í rannsóknavinnunni sjálfri,
- framsaga og framsetning verkefnisins á þinginu og hversu góða innsýn og vald á verkefninu flytjandinn hefði,
- mikilvægi spurningarinnar sem rannsóknin væri hönnuð til að svara og tengsl hennar við klíníska lyflæknisfræði
- rannsóknarvirkni kandídatsins.