Umræða fréttir
Broshornið 27: Samviskubit og töfralampi
1955
Nafntogaður herforingi var í skoðun hjá herlækninum. Læknirinn sá ástæðu til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir herforingjann. "Ef ég mætti spyrja, sir, hvenær stundaðir þú kynlíf síðast?"
"Að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að svara spurningunni og skil fullkomlega að þú hafir læknisfræðilega ástæðu til að spyrja," svaraði herforinginn. "Ætli það hafi ekki verið í kringum 1955."
"Það er nefnilega það," sagði læknirinn, "þú hefur þá haft þig lítið í frammi um langt skeið."
"Finnst þér það?" sagði herforinginn og leit á klukkuna, "hún er ekki nema 2140 núna."
Magnyl og fleira fyrir svefninn
Það var með trega sem unga konan fékk inni fyrir aldraðan föður sinn á hjúkrunarheimilinu. Þegar hún heimsótti hann í fyrsta sinn kom það henni á óvart hversu ánægður og hress hann var. Hann þreyttist ekki á að bera staðnum vel söguna og endurtók hvað eftir annað hversu vel hann svæfi. Þegar dóttirin spurði hverju það sætti að hann væri svona ánægður svaraði gamli maðurinn að læknirinn hefði ákveðið að hann fengi magnyl og viagra fyrir nóttina. Dóttirin var handviss um að faðir hennar væri að misskilja hlutina og spurði því lækninn."Jú, þetta er alveg rétt hjá pabba þínum. Magnylið eyðir verkjunum og bætir þannig svefninn en viagrað kemur í veg fyrir að hann velti fram úr rúminu."
Slæm samviska
Kvæntur maður á miðjum aldri hafði um nokkurt skeið verið að dufla við útlenda konu án þess að það færi hátt. "Ég er ekki sáttur við það sem ég heyri þegar ég hlusta á þér hjartað," sagði læknirinn við manninn sem hann fékk til sín á stofu. "Þú hefur verið með anginu pectoris, er það ekki?""Þú ert ansi glöggur verð ég að segja," sagði maðurinn og varð rauður í framan eins og karfi. "Hún heitir reyndar ekki angina."
Töfralampinn
Þrír læknar gengu saman á ströndinni og fundu töfralampa. Einn læknanna nuddaði lampann og þá birtist þeim lampadís sem sagði: "Þið fáið hver um sig eina ósk."Fyrsti læknirinn sem áttaði sig á hvað væri á seyði sagði: "Ég lækna sjúka en er alltaf með verki sjálfur. Ég vildi óska að ég væri alveg heill heilsu." Þá heyrðist "púff", reykur steig upp og maðurinn varð verkjalaus.
Annar læknirinn sagði: "Maður á víst aldrei of mikið af peningum. Gerðu mig óendanlega ríkan." Þá kom "púff" og einhvers staðar í Sviss bættust tólf núll við bankainnistæðuna sem hann átti þar.
Þriðji læknirinn hló með sjálfum sér og sagði: "Ég er bæði hraustur og ríkur þannig að ég gæti hugsað mér að verða aðeins skynsamari en ég er." Aftur kom "púff" og þriðji læknirinn breyttist í hjúkku.
Í læknisskoðun
Heimilislæknir sem starfar sunnan Garðabæjar var að framkvæma ítarlega læknisskoðun á ungum manni úr bænum. Sjónpróf var hluti af skoðuninni. Hann bað manninn um að standa sex metra frá spjaldinu með bókstöfunum. "Viltu hylja hægra augað með lófa þínum," sagði læknirinn og maðurinn las 6/6 línuna án þess að flaska á staf. "Allt í lagi og svo vinstra augað," og aftur las maðurinn sömu línu villulaust."Og svo með báðum," sagði læknirinn.
Grafarþögn ríkti og þegar læknirinn sneri sér við sá hann manninn standa með hendurnar fyrir báðum augum.
Ef til vill með kynsjúkdóm
"Ég á vin sem heldur að hann sé með kynsjúkdóm," sagði ungi maðurinn við lækninn og fór allur hjá sér."Allt í lagi," sagði læknirinn, "út með hann svo ég geti gengið úr skugga um það."