Umræða fréttir
Læknablaðið á netinu
Í hartnær heila öld hafa Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur gefið í sameiningu út Læknablaðið, eða allt frá árinu 1915. Aldrei hefur orðið hlé á þeirri útgáfu og í takt við tímana hefur blaðið eflst og stækkað á síðustu áratugum. Innihald þess og kröfur hafa einnig aukist og þróast og einn þáttur í þeirri viðleitni að halda vöku sinni er að vera með í rafrænni þróun fjölmiðla. Eftir nokkrar tilraunir í þá átt á síðustu árum er blaðið nú komið í nokkuð fastar skorður á netinu og er á slóðinni: http://lb.icemed.is
Þar er allt ritstjórnarefni blaðsins birt, ritstjórnargreinar og fræðigreinar, og allt myndefni, gröf, töflur og ljósmyndir. Búið er að setja þrjú síðustu tölublöð á netið og á næstu vikum bætast við tveir síðustu árgangar blaðsins, árin 2000 og 2001. Jafnframt verða fylgirit blaðsins sett á netið jafnharðan og þau koma út.
Hægt er að leita að efni í blöðunum eftir höfundum og efnisatriðum, slá inn hvort heldur er íslenskt leitarorð eða enskt, enda eru ensku ágripin við fræðigreinarnar birtar á netinu, og er hin öfluga leitarvél sem fylgir vef blaðsins helsta nýmælið við þessa útgáfu. Þetta hefur ótvírætt gildi fyrir lækna og læknanema og aðra þá sem vilja sækja sér vísindalegan fróðleik í blaðið, en jafnframt er hægt að leita í öllu fréttatengdu efni blaðsins.
Þá er hægt að kalla á stakar greinar á svonefndu PDF-formi og birtast þær þá eins og þær eru í prentuðu útgáfunni og hægt er að prenta þær út.
Hönnun netútgáfu blaðsins var í höndum margmiðlunarfyrirtækisins Gagarín ehf. og var Hringur Hafsteinsson verkefnisstjóri útgáfunnar. Gengið var til samstarfs við Gagarín að undangengnu útboði þar sem nokkrir aðilar í þessum geira svöruðu kalli blaðsins um tilboð í gerð netútgáfu fyrir það. Það sem reyndist þyngst í vöfum við gerð vefsins var að smíða lausn sem gæti fært efnið úr Quark-forriti Macintosh-hugbúnaðarins yfir á netið vandræðalaust, en það tókst að lokum.
Í ritstjórn Læknablaðsins sitja Emil L. Sigurðsson, Hannes Petersen, Hildur Harðardóttir og Karl Andersen. Ábyrgðarmaður blaðsins er Vilhjálmur Rafnsson.
Skrifstofa Læknablaðsins er að Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi og starfsmenn þess eru Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi, Þröstur Haraldsson blaðamaður og Ragnheiður K. Thorarensen auglýsingastjóri.
Védís
Þar er allt ritstjórnarefni blaðsins birt, ritstjórnargreinar og fræðigreinar, og allt myndefni, gröf, töflur og ljósmyndir. Búið er að setja þrjú síðustu tölublöð á netið og á næstu vikum bætast við tveir síðustu árgangar blaðsins, árin 2000 og 2001. Jafnframt verða fylgirit blaðsins sett á netið jafnharðan og þau koma út.
Hægt er að leita að efni í blöðunum eftir höfundum og efnisatriðum, slá inn hvort heldur er íslenskt leitarorð eða enskt, enda eru ensku ágripin við fræðigreinarnar birtar á netinu, og er hin öfluga leitarvél sem fylgir vef blaðsins helsta nýmælið við þessa útgáfu. Þetta hefur ótvírætt gildi fyrir lækna og læknanema og aðra þá sem vilja sækja sér vísindalegan fróðleik í blaðið, en jafnframt er hægt að leita í öllu fréttatengdu efni blaðsins.
Þá er hægt að kalla á stakar greinar á svonefndu PDF-formi og birtast þær þá eins og þær eru í prentuðu útgáfunni og hægt er að prenta þær út.
Hönnun netútgáfu blaðsins var í höndum margmiðlunarfyrirtækisins Gagarín ehf. og var Hringur Hafsteinsson verkefnisstjóri útgáfunnar. Gengið var til samstarfs við Gagarín að undangengnu útboði þar sem nokkrir aðilar í þessum geira svöruðu kalli blaðsins um tilboð í gerð netútgáfu fyrir það. Það sem reyndist þyngst í vöfum við gerð vefsins var að smíða lausn sem gæti fært efnið úr Quark-forriti Macintosh-hugbúnaðarins yfir á netið vandræðalaust, en það tókst að lokum.
Í ritstjórn Læknablaðsins sitja Emil L. Sigurðsson, Hannes Petersen, Hildur Harðardóttir og Karl Andersen. Ábyrgðarmaður blaðsins er Vilhjálmur Rafnsson.
Skrifstofa Læknablaðsins er að Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi og starfsmenn þess eru Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi, Þröstur Haraldsson blaðamaður og Ragnheiður K. Thorarensen auglýsingastjóri.
Védís