Frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍK) stendur fyrir almennum fræðslufundi föstudaginn 10. maí næstkomandi kl. 15. Þar heldur Dr. Frank Chervenak, New York Weill Cornell Medical Center, fyrirlestur um upplýst samþykki fyrir fósturrannsóknum, svo sem ómskoðunum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og ber heitið: Prenatal informed consent for sonogram; Evolution from second to first trimester. Fundurinn er haldinn að Hlíðasmára 8, 4. hæð, í fundarsal Læknafélags Íslands. Allir eru velkomnir á fundinn. Kaffi á staðnum.
Ný stjórn hjá barnalæknum
Aðalfundur Félags íslenskra barnalækna var haldinn 26. mars. Nýr formaður var kjörin Katrín Davíðsdóttir en með henni í stjórn sitja Gunnlaugur Sigfússon ritari og Ari Axelsson gjaldkeri.
Netföng stjórnarmanna eru:
Katrín Davíðsdóttir formaður: katrin.davidsdottir@hr.is
Gunnlaugur Sigfússon ritari: gulli@landspitali.is
Ari Axelsson gjaldkeri: ariax@isl.is