Umræða fréttir

Frá tryggingayfirlækni

Frá tryggingayfirlækni



Á síðasta ári voru ákveðnar vinnureglur hjá Tryggingastofnun ríkisins fyrir mígrenilyf til að nota við afgreiðslu umsókna um lyfjaskírteini. Þessar vinnureglur eiga ekki við venjulegt mígreni heldur eingöngu mígreni af erfiðustu gerð þar sem köst eru að minnsta kosti fjögur í mánuði og hvers konar önnur meðferð hefur verið reynd til þrautar. Forsaga málsins er sú að þegar sumatriptan (Imigran) kom á markað hér á landi var ákveðið að Tryggingastofnun væri einungis heimilt að taka þátt í að greiða sex töflur af lyfinu í senn. Þar sem lyfið er dýrt hefur þetta komið sér illa fyrir þá sem þurfa að nota óvenju mikið af því. Var því gripið til þess að heimila útgáfu lyfjaskírteina til þeirra sem þurfa að nota óvenju mikið af lyfinu, það er til mjög afmarkaðs hóps fólks með mígreni. Eins og vinnureglurnar bera með sér eru þetta ekki úrræði fyrir þorra þeirra einstaklinga sem þurfa á lyfinu að halda, enda hafa lyfjaskírteini sem gefin hafa verið út vegna þessa ekki verið mörg. Að gefnu tilefni hafa þessar vinnureglur verið endurskoðaðar og eru nú þannig:



Lyf: sérhæfð serótónínvirk lyf

ATC: N02CC

Dagsetning: 27. febrúar 2002

Skilyrði:

o liggja skal fyrir ótvíræð greining á mígreni

o hvers konar önnur meðferð sé fullreynd (fyrirbyggjandi og önnur lyf)

o mígreniköst séu að minnsta kosti fjögur í mánuði

Afgreiðsluheimild: e-merkt 100 daga skammtur

Gildistími: 1 ár

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica